Þjóðminjasafnið leitar að sérfræðingi í þjóðháttasafni

Helstu verkefni og ábyrgð
- Verkefnastjórn og framkvæmd verkefna í þjóðháttasafni og þverfaglegra verkefna
- Söfnun og skráning þjóðhátta
- Varðveisla óáþreifanlegs menningararfs
- Rannsóknir á fræðasviðinu
- Samvinna í verkefnum innan safnsins og við samstarfsstofnanir
- Nýsköpun í heimildasöfnun og miðlun
Hæfniskröfur
- Háskólapróf (BA/BS að lágmarki) sem nýtist í starfi er skilyrði
- Reynsla af verkefnastjórnun er skilyrði
- Reynsla af rannsóknarverkefnum á sviði þjóðfræði
- Þekking á gagnaöflun og greiningarvinnu
- Reynsla af gerð styrkumsókna er kostur
- Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
- Frumkvæði, hugmyndaauðgi og drifkraftur
- Sjálfstæði í starfi, metnaður og vönduð vinnubrögð
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Viska - stéttarfélag hafa gert.
Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði menningarminja og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar. Þjóðminjasafn Íslands starfar á grundvelli safnalaga nr. 141/2011, lögum um Þjóðminjasafn Íslands nr. 140/2011 og lögum um menningarminjar nr. 80/2012.
Starfið hentar öllum kynjum og áhugasöm eru hvött til að sækja um enda er við ráðningar í störf hjá safninu tekið mið af jafnréttisáætlun stofnunarinnar.
Umsókn skulu fylgja yfirlit og greinargóðar upplýsingar um störf umsækjenda og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir á erlendum tungumálum, án kynningarbréfa eða án ferilskráa verða ekki teknar til greina. Einnig skal fylgja umsókn staðfesting á prófgráðum. Um fullt starf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi hefji störf snemma á nýju ári.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 04.12.2025
Áhugasöm sækið um HÉR
Nánari upplýsingar veitir
Ágústa Kristófersdóttir
Tölvupóstur: agusta@thjodminjasafn.is
Ingibjörg Eðvaldsdóttir
Tölvupóstur: ingibjorg.edvaldsdottir@thjodminjasafn.is