Books
Úrvalið

Hversu góðir eru íslenskir ljósmyndarar? Höfundur bókarinnar, Einar Falur Ingólfsson ljósmyndari, varpar spurningunni fram og svarar henni með því að velja þrettán bestu ljósmyndarana frá upphafi sögu ljósmyndunar hér á landi til þessa dags.
Einar segir myndir þeirra vonandi svara spurningunni, - bestu íslensku ljósmyndararnir séu góðir og fyllilega sambærilegir við það sem vel hefur verið gert hinumegin hafsins.Hér er í fyrsta sinn á Íslandi sett saman úrval bestu íslensku ljósmyndaranna út frá fagurfræðilegum og sögulegum forsendum. Í bókinni birtast fjölbreytilegir og áhugaverðir myndheimar; mikilvægar heimildir um mannlíf og sögu, og skapandi sýn þeirra bestu.
Author
Einar Falur Ingólfsson
Year of Publication
2009