Undrabörn - Extraordinary Child

Mary Ellen Mark er heimsþekkt fyrir myndir þar sem horfst er í augu við raunveruleikann og hefur myndað heimilislaus ungmenni í Seattle, starf líknarstofnunar móður Teresu í Kolkata og vændishús í Mumbai svo fátt eitt sé nefnt. Þegar hún kom til Íslands árið 2006 heillaðist hún mjög af því starfi sem unnið er með fötluðum börnum á Íslandi.
Í kjölfarið leitaði Þjóðminjasafn Íslands eftir samstarfi við Mary Ellen Mark um að ljósmynda líf fatlaðra barna á Íslandi. Verkefnið hlaut meðal annars styrk úr Menningarsjóði Glitnis. Afraksturinn er sýningin Undrabörn og samnefnd sýningarbók. Á sýningunni og í bókinni eru einnig myndverk eftir undrabörnin sjálf.
Auk ljósmynda Mary Ellen prýða myndir Ívars Brynjólfssonar bókina, Einar Falur Ingólfsson ritaði inngang og formáli er eftir Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjavörð.