Í svarthvítu

Í tengslum við samnefnda sýningu í Myndasal árið 2012 hefur verið gefin út bókin Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu, með úrvali mynda af sýningunni. Í bókinni er grein um starfsferil Hjálmars eftir Ingu Láru Baldvinsdóttur fagstjóra Ljósmyndasafns Íslands í Þjóðminjasafni og ritaskrá Hjálmars í tímaröð. Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður ritar formála. Ritstjóri er Bryndís Sverrisdóttir.
Ljósmyndaferill Hjálmars R. Bárðarsonar (1918-2009) spannaði tæp áttatíu ár allt frá unglingsárum til æviloka. Hjálmar átti sér mörg líf sem ljósmyndari. Hann lifði þrjú skeið í ljósmyndatækni, svarthvítar myndir, litmyndir og starfrænar myndir.
Í safni hans eru um 70 þúsund svarthvítar myndir frá tímabilinu 1932 til 1988. Á sýningunni Hjálmar R. Bárðarson í svarthvítu og í samnefndri sýningarbók er birt sýnishorn þessara mynda. Inga Lára Baldvinsdóttir skrifar grein um ljósmyndun Hjálmars.