Bókin var gefin út í tengslum við samnefnda sýningu á ljósmyndum Péturs Thomsen í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands árið 2011. Pétur er einn af fremstu ljósmyndurum sinnar kynslóðar. Í bókinni er gott úrval mynda úr samtímaverkefni sem Pétur Thomsen ljósmyndari vann með tilstyrk Þjóðminjasafnins.  

Ljósmyndir Péturs sýna hverfið Ásfjall í Hafnarfirði eftir að framkvæmdir stöðvuðust þar við efnahagshrunið 2008. Í bókinni er grein eftir Sigrúnu Sigurðardóttur um ljósmyndir Péturs og Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður ritar formála.

Author
Sigrún Sigurðardóttir, Pétur Thomsen
Year of Publication
2011