Dagskrá

Jólatré úr Safneign 1.12.2023 - 6.1.2024 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu 1.12.2024 - 6.1.2025 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Á aðventu og fram á þrettándann má sjá sýningu á jólatrjám af þeirri gerð sem mörg muna eflaust eftir af æskuheimilum sínum eða úr stofum ömmu og afa eða langömmu og langafa. Jólatrén eru frá því snemma á 20. öld og fram undir 1970. Trén eru úr safneign Þjóðminjasafnsins og eru til sýnis á annarri hæð safnsins.

Lesa meira
 

Skemmtilegur ratleikur: Hvar er jólakötturinn? 1.12.2024 - 6.1.2025 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Jólakötturinn hefur falið sig á tíu stöðum á Þjóðminjasafninu ... innan um hina ýmsu vætti, suma góða en aðra ferlega! Skyldi hann ætla að bjóða þeim til veislu? 

Lesa meira
 

Opnunartími yfir jól og áramót 6.12.2024 - 1.1.2025 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

 

Jólasveinn á hverjum degi kl. 11 frá 12.-24. des 12.12.2024 - 24.12.2024

Íslensku jólasveinarnir munu koma í Þjóðminjasafnið á hverjum degi, eins og venja er til, frá því að Stekkjastaur kemur til byggða þann 12. des og allt þar til Kertasníkir kemur á aðfangadag. Við tökum á móti þeim klukkan 11 að morgni ... og hlökkum til. 

Lesa meira
 

Gluggagægir og Taska, laugardaginn 21. desember 21.12.2024 11:00 - 12:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Laugardaginn 21. des kemur gægist Gluggagægir inn stundvíslega klukkan 11 og Taska systir hans með pokaskjatta og skjóðu!

Lesa meira
 

Gáttaþefur og Flotsokka, sunnudaginn 22. desember 22.12.2024 11:00 - 12:00 Þjóðminjasafnið á Suðurgötu

Sunnudaginn 22. des kemur Gáttaþefur með sitt heljarstóra nef stundvíslega klukkan 11 og Flotsokka systir hans með fulla sokka af floti og fjöri.

Lesa meira